BBC hefur beðist afsökunar á því að hafa látið mynd af Raheem Sterling fylgja frétt um leikmann félags í ensku úrvalsdeildinni sem hafði verið handtekinn, grunaður um nauðgun.
Á dögunum var knattspyrnumaður handtekinn á heimili sínu í Barnet í Norður-Lundúnum. Hann var fluttur í gæsluvarðhald, þar sem hann var handtekinn að nýju daginn eftir fyrir tvö brot til viðbótar.
Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum af lagalegum ásætðum.
Það hefur komið fram að félag leikmannsins ætli ekki að setja hann í bann á meðan rannsókn stendur. Hann er laus gegn tryggingu þar til í næsta mánuði.
Fréttaþulur BBC baðst afsökunar á atvikinu. ,,Við vitum ekki hvaða lið á í hlut og ekki hver umræddur leikmaður er.“
Did anyone else just see the BBC News mention a footballer and rape allegations, with a picture of Raheem Sterling, that was suddenly removed and the presenter try to change the subject?! What's going on? pic.twitter.com/XeU88vOQmK
— Tom – JOIN A UNION! (@Massivetoe) July 14, 2022