Lisandro Martinez er við það að ganga í raðir Manchester United frá Ajax. Félögin hafa náð saman um kaupverð og er það 55 milljónir evra. Martinez mun skrifa undir á Old Trafford til ársins 2027.
Sagt er að Erik ten Hag, nýr stjóri Man Utd, hafi átt stóran þátt í að fá Martinez til félagsins. Hann vann með leikmanninum hjá Ajax allt þar til í vor.
Þessi 24 ára gamli leikmaður getur spilað bæði sem miðvörður og vinstri bakvörður, auk þess að hafa einnig reynslu af því að spila á miðjunni.
Kærasta Martinez er æskuástin Muri Lopez. Þau hafa verið saman allt frá því að þau voru unglingar og því æskuástir hvers annars.
Lopez er vinsæl á samfélagsmiðlinum Instagram. Hér að neðan má sjá nokkrar af helstu færslum hennar þar.