Robert Lewandowski verður leikmaður Barcelona á næstu leiktíð en það er Fabrizio Romano sem greinir frá þessu í kvöld.
Lewandowski hefur verið á óskalista Barcelona í allt sumar en Bayern Munchen hefur ekki viljað sleppa framherjanum.
Bayern er nú loksins búið að sætta sig við stöðuna og er tímaspursmál hvenær Lewandowski verður tilkynntur.
Pólverjinn mun gera þriggja ára samning við Barcelona en Bayern á aðeins eftir að gefa síðasta græna ljósið á að skiptin gangi í gegn.
Robert Lewandowski to Barcelona is now considered just a matter of time by all the parties involved in the deal, after negotiations on Friday. 🚨🇵🇱 #FCB
Final green light from Bayern now expected and then it will be done.
Lewandowski has an agreement with Barça on 3 year deal. pic.twitter.com/BRuwZRBIbJ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 15, 2022