Þór 1 – 4 Fjölnir
0-1 Andri Freyr Jónasson (‘5)
0-2 Lúkas Logi Heimisson (’11)
1-2 Harley Willard (’20)
1-3 Guðmundur Karl Guðmundsson (’43)
1-4 Reynir Haraldsson (’65)
Það fór fram einn leikur í Lengjudeild karla í kvöld en Þór og Fjölnir áttust þá við á Akureyri.
Þór átti fínan kafla í mótinu og sigraði bæði KV og Þrótt Vogum í röð en hefur nú tapað stórt síðustu tvær umferðir.
Fjölnismenn unnu 4-1 útisigur í dag og lyftu sér upp í fimmta sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppnum.
Þórsarar eru í 10. sætinu með 11 stig, fjórum stigum frá fallsæti.