Rafael Leao er vinsæll á meðal stuðningsmanna AC Milan og hefur verið orðaður við önnur félög.
Leao er 23 ára gamall sóknarmaður sem spilaði stórt hlutverk með Milan sem vann deildina á síðustu leiktíð.
Það er ósk stuðningsmanna Milan að Leao verði áfram í herbúðum félagsins en það á eftir að koma í ljós.
Einn stuðningsmaður Milan birti Twitter færslu í gær þar sem hann hótaði því að skera af sér fótinn ef Leao myndi ekki framlengja samning sinn við félagið.
Stuðningsmaðurinn birti einnig stutt myndband þar sem má sjá að hann er með húðflúr af leikmanninum á fætinum.
Leao svaraði þessum ágæta manni á Twitter en svar hans gefur ekki mikið til kynna.
😭😭😭😭😭🙏🏾🙏🏾🙏🏾🙏🏾🙏🏾
— Rafael Leão (@RafaeLeao7) July 14, 2022