Luis Suarez er ekki leikmaður sem Wayne Rooney vill vinna með hjá DC United en hann tók við sem stjóri liðsins á dögunum.
Rooney er fyrrum leikmaður DC United og er nú tekinn við stjórnartaumunum en hann gerði áður vel með Derby á Englandi.
Suarez er án félags eftir að hafa yfirgefið Atletico Madrid en hann og Rooney mættust þónokkrum sinnum er sá fyrrnefndi lék með Liverpool í enska boltanum og Rooney með Manchester United.
,,Ég virði Luis Suarez mikið – hann er frábær leikmaður – ég vil hins vegar leikmenn sem eru hungraðir,“ sagði Rooney.
,,Ég vil fá hungraða leikmenn til félagsins, leikmenn sem vilja koma hingað og geta gefið mikið af sér og geta spilað alla leiki.“
,,Við erum að vinna hart í því að finna réttu leikmennina og ég er viss um að bráðlega þá munum við tilkynna um ný kaup.“