Arsenal hefur sett 50 milljóna punda verðmiða á miðvörðinn sinn, Gabriel. The Independent segir frá þessu.
Juventus hefur sýnt Gabriel áhuga og reynir Arsenal líklega að fæla áhuga ítalska risans frá með þessu.
Matthijs de Ligt er líklega á förum frá Juventus til Bayern Munchen og er félagið því í leit að arftaka hans í hjarta varnarinnar.
Gabriel kom til Arsenal frá Lille árið 2020 og er fastamaður í vörn liðsins, við hlið enska landsliðsmannsins Ben White.