Nathan Ake mun ekki ganga í raðir Chelsea í sumar. The Athletic segir frá þessu.
Þessi miðvörður Manchester City hafði verið orðaður við sitt fyrrum félag en nú er ljóst að ekkert verður úr því. Ake er ekki fastamaður í byrjunarliði Man City.
Chelsea hefur verið í leit að miðvörðum þar sem þeir Andreas Christensen og Antonio Rudiger eru farnir til Barcelona og Real Madrid.
Kalidou Koulibaly er við það að ganga í raðir félagsins. Senegalinn kemur frá Napoli og mun Chelsea borga um 40 milljónir evra fyrir hann. Miðvörðurinn þénar um tíu milljónir evra á ári hjá Chelsea.
Þá er Chelsea einnig sagt hafa mikinn áhuga á Presnel Kimpembe, miðverði Paris Saint-Germain.