Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal, Chelsea og Barcelona, er að taka óvænt skref á ferlinum.
Frá þessu greina ítalskir miðlar en Fabregas er án félags eftir að hafa yfirgefið Monaco í frönsku deildinni.
Samkvæmt ítölskum miðlum er Fabregas á leið til Ítalíu sem er land þar sem hann hefur aldrei áður spilað.
Fabregas ku vera að krota undir samning við lið Como þar í landi en liðið leikur í næst efstu deild.
Samningurinn mun gilda til ársins 2024 en liðið hafnaði í 14. sæti B-deildarinnar á síðustu leiktíð.