Christian Eriksen er genginn í raðir Manchester United. Hann gerir þriggja ára samning við félagið.
Daninn lék síðast með Brentford. Hann gerði stuttan samning þar í janúar síðastliðnum. Rann hann út um síðustu mánaðarmót. Eriksen gengur því til liðs við Man Utd á frjálsri sölu.
Auk þess að leika með Brentford hefur Eriksen áður verið á mála hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Þá lék hann með Inter fyrir tímann hjá Brentford.
Margir muna eftir því þegar Eriksen hneig niður í leik með Danmörku á EM síðasta sumar. Endurkoma hans hefur þó verið mögnuð.
Christian Eriksen is a RED! ✍️🔴#MUFC || @ChrisEriksen8
— Manchester United (@ManUtd) July 15, 2022