Romelu Lukaku er snúinn aftur til Inter. Hann kom á láni frá Chelsea fyrr í sumar. Enska félagið keypti hann fyrir ári síðan á hátt í 100 milljónir punda frá Inter.
Belginn stóð hins vegar engan veginn undir væntingum á Brúnni og fór burt fyrr í sumar.
„Þetta tímabil verður stærsta áskorun mín á ferlinum,“ segir Lukaku.
Hann segir það hafa verið mistök að fara fyrir ári síðan. „Það voru mistök að fara. Nú er ég mjög glaður yfir því að vera kominn í búninginn. Liðið veit hvað það þarf að gera. Þetta verður mjög erfitt tímabil og við þurfum að halda áfram. Ég tók eftir því á Englandi á síðustu leiktíð hversu mikilvægt félag Inter er í heiminum.“
Lukaku elskar borgina. „Mílanó er yndisleg borg. Þess vegna hélt ég íbúðinni minni hér þegar ég fór til Lundúna. Mamma var alltaf að koma hingað og mig langað að snúa aftur líka.“
Það vakti athygli í viðtalinu að Lukaku virtist aðeins skjóta á klefamenninguna hjá Chelsea. „Hér talar enginn illa um aðra. Klefinn er eins og fjölskylda,“ segir hann.