Noregur er úr leik á EM kvenna eftir slaka frammistöðu á mótinu til þessa.
Noregur tapaði fyrsta leik sínum 8-0 gegn Englandi og í kvöld var annað tap á boðstólnum gegn Austurríki.
Nicole Billa skoraði eina mark leiksins fyrir Austurríki sem var að vinna sinn annan leik og endar riðilinn með sex stig í öðru sæti.
Noregur er úr leik með þrjú stig í þriðja sætinu en liðið vann einn leik gegn Norður-Írum, 4-1.
England er komið áfram í 8-liða úrslitin eftir leik við Norður-Írland sem þær ensku unnu sannfærandi 5-0.
England fékk ekki mark á sig í riðlakeppninni og skoraði fjórtán mörk og fer áfram sannfærandi.
Austurríki 1 – 0 Noregur
1-0 Nicole Billa(’37)
Norður-Írland 0 – 5 England
0-1 Fran Kirby(’41)
0-2 Beth Mead(’45)
0-3 Alessia Russo(’48)
0-4 Alessia Russo(’53)
0-5 Kelsie Burrows(’76, sjálfsmark)