Christian Eriksen gekk í dag í raðir Manchester United. Hann kemur til félagsins á frjálsri sölu eftir að hafa verið hjá Brentford seinni hluta síðustu leiktíðar.
Eriksen kom til Brentford frá Inter og gerði stuttan samning er hann var að koma sér í gang á knattspyrnuvellinum á ný. Eins og flestir vita hneig miðjumaðurinn niður í leik með Dönum á Evrópumótinu síðasta sumar.
„Manchester United er sérstakt félag. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ segir Eriksen.
Eriksen lék lengi með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og hefur oft mætt á Old Trafford.
„Ég hef verið svo heppinn að fá að spila oft á Old Trafford, en að fá að gera það í rauðu treyju United verður ótrúleg tilfinning,“ segir Christian Eriksen.