fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
433Sport

Svekkjandi jafntefli við Ítalíu niðurstaðan eftir draumabyrjun – Góð færi fóru forgörðum

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 17:50

Mynd: Ernir Eyjólfsson/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og Ítalía gerðu í dag 1-1 jafntefli á Evrópumótinu í knattspyrnu. Íslenska liðið komst snemma yfir í leiknum en átti í miklum erfiðleikum með ítalska liðið þegar leið á. Möguleikar Íslands um sæti í 8-liða úrslitum keppninnar eru þó ekki úr sögunni.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands gerði eina breytingu á liði Íslands milli leikja á meðan að Ítalir gerðu fimm eftir afhroðið gegn Frökkum.

Íslenska þjóðin þurfti síðan ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu.

Það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem kom Íslandi yfir strax á þriðju mínútu eftir innkast frá Sveindísi Jane og flikk frá Glódísi Perlu og þá ærðist allt. Virkilega góð byrjun hjá íslenska liðinu.

Við þetta rönkuðu þær ítölsku við sér án þess þó að ná inn marki fyrir hálfleik.

Ísland var yfir í leiknum allt þar til á 62. mínútu þegar að Valentina Bergamaschi jafnaði leikinn. Það var Barbara Bonansea sem átti fyrirgjöf inn á teig Íslands sem Bergamashi náði til og kom snyrtilega í markið. Skömmu áður hafði Agla María Albertsdóttir klúðrað ákjósanlegu færi hinumegin á vellinum.

Jöfnunarmarkið virtist vanka leikmenn Íslands sem náðu sér aldrei almennilega á skrið eftir markið en fengu þó færi undir lok leiks til þess að bæta við öðru marki.

Fleiri mörk voru þó ekki skoruð og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Ísland er eftir leikinn í 2. sæti riðilsins með 2 stig eftir 2 leiki og Ítalir í því fjórða með 1 stig en hafa ber í huga að Frakkland og Belgía, sem eru í sama riðli og Ísland, mætast seinna í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

KSÍ ræður þrjá til starfa – Ekki verið gert áður

KSÍ ræður þrjá til starfa – Ekki verið gert áður
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skoða að reka hann og eru klárir með arftaka

Skoða að reka hann og eru klárir með arftaka
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United þarf að greiða hátt í níu milljarða

United þarf að greiða hátt í níu milljarða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool virkjar samtalið

Liverpool virkjar samtalið
433Sport
Í gær

Moldríku eigendurnir vilja eignast annað félag – Mun kosta 100 milljónir evra

Moldríku eigendurnir vilja eignast annað félag – Mun kosta 100 milljónir evra
433Sport
Í gær

Áfall fyrir Arsenal – Mikil pressa frá Real Madrid

Áfall fyrir Arsenal – Mikil pressa frá Real Madrid