Luciano Spalletti, stjóri Napoli, hefur í raun staðfest það að Kalidou Koulibaly sé á leið burt frá félaginu.
Koulibaly er við það að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea og kostar hann rúmlega 30 milljónir punda.
Spalletti svaraði spurningum frá aðdáendum Napoli í gær og var langt frá því að gefa í skyn að Koulibaly væri ekki á leið frá félaginu.
,,Ég er alltaf á sömu skoðun, ég mun alltaf velja Koulibaly fram yfir alla aðra,“ sagði Spalletti.
,,Það er auðvelt fyrir mig því hann er leikmaður Napoli með bestu tölfræðina að meðaltali.Þegar hann er á vellinum gerum við betur.“
,,Ef hann ákveður að fara þá munum við aldrei hætta að þakka honum fyrir allt það sem hann kenndi okkur og fyrir tækifærið að spila í Meistaradeildinni á þessu ári.“
,,Hann er mjög góður og mjög sterkur, hann myndi halda fyrirliðabandinu. Ef hann ákveður eitthvað annað þá óskum við honum alls hins besta því hann á það skilið.“