Fjölmennur stuðningsmannahópur knattspyrnuliðsins Pogon Szczecin syngur nú og trallar í miðborg Reykjavíkur fyrir leik liðsins gegn KR í Sambandsdeild UEFA í kvöld.
Um er að ræða seinni leik liðanna en Pogon vann fyrri leikinn 4-1 og er því í kjörstöðu fyrir leik kvöldsins. Miðað við hávaðann sem fylgir þessum stuðningsmannahópi má ætla að þeir verði í banastuði á Meistaravöllum á eftir.
Hópurinn var í góðu stuði og hegðaði sér vel en lögreglan fylgir honum hins vegar eftir.
Stuðningsmenn Pogon Szczecin hafa fjölmennt til landsins og syngja og tralla í miðbænum þessa stundina fyrir leikinn gegn KR í Sambandsdeildinni í kvöld pic.twitter.com/opoTUtW4Hd
— Aron Guðmundsson (@ronnigudmunds) July 14, 2022