KR 1 – 0 Pogon Szczecin
1-0 Sigurður Bjartur Hallsson (’44)
Lið KR spilaði aðeins tvo Evrópuleiki þetta sumarið eftir að hata mætt pólskum andstæðing í Sambandsdeildinni.
KR spilaði við Pogon Szczecin frá Póllandi í undankeppninni og tapaði fyrri leiknum sannfærandi 4-1.
Í kvöld fór seinni leikur liðanna þar sem KR tókst að siga með einu marki gegn engu.
Sigurður Bjartur Hallsson skoraði eina markið fyrir KR undir lok fyrri hálfleiks sem dugði til sigurs.
Samanlagt fer Pogon þó áfram 4-2 og er þátttöku KR í Evrópukeppni lokið.