Serge Gnabry er við það að skrifa undir nýjan samning við Bayern Munchen samkvæmt miðlum í Þýskalandi.
Það eru fréttir sem koma mörgum á óvart en Gnabry hefur verið orðaður við endurkomu til Englands.
Arsenal, Liverpool og Chelsea hafa verið nefnd til sögunnar en Gnabry var áður á mála hjá Arsenal.
Samkvæmt nýjustu fregnum er Gnabry að framlengja en samningur hans á að renna út 2023.
Kicker segir að það séu aðeins smáatriði eftir sem þarf að finna út úr og mun hann svo skrifa undir á Allianz.
Samningurinn mun gilda til ársins 2027.