Manchester United virðist vera að ganga frá kaupum á Lisandro Martinez frá Ajax.
Martinez mun kosta Man Utd um 47 milljónir punda.
Argentínumaðurinn er að upplagi en getur einnig spilað í stöðu vinstri bakvarðar og fært sig upp á miðjuna.
Nú segir De Telegraaf í Hollandi frá því að Martinez fái ekki að æfa með Ajax á meðan framtíð hans er óljós.
Félagið er tilbúið að selja leikmanninn og vill ekki eiga á hættu að hann meiðist á æfingu eða slíkt.
Arsenal hafði einnig mikinn áhuga á Martinez en nú virðist Man Utd ætla að hafa betur.
Skytturnar hafa, samkvæmt David Ornstein, snúið sér að Oleksandr Zinchenko hjá Manchester City.