Þróttur Vogum vann sinn fyrsta leik í Lengjudeild karla í kvöld er liðið mætti Grindavík á heimavelli.
Það var nýi maðurinn Hans Mpongo sem sá um Grindvíkinga í kvöld en hann er nýgenginn í raðir Þróttara eftir stutt stopp hjá ÍBV.
Mpongo spilaði aðeins fjóra leiki með ÍBV í láni frá Brentford en hann var samningslaus um mánaðamótin og byrjar svo sannarlega vel í næst efstu deild.
Selfoss er dottið niður í fjórða sæti deildarinnar eftir tap gegn Gróttu í kvöld. Selfoss tapaði illa, 3-0.
Fylir er í toppsætinu með 24 stig en liðið vann virkilega góðan 4-1 sigur á Kórdrengjum. Kórdrengir eru í sjöunda sætinu með 16 stig.
HK er þá í þriðja sætinu með 22 stig en liðið vann KV örugglega 4-0. KV er með sjö stig í næst neðsta sætinu.
Þróttur V. 2 – 0 Grindavík
1-0 Hans Mpongo (’38, víti)
2-0 Hans Mpongo (’51)
Fylkir 4 – 1 Kórdrengir
1-0 Ásgeir Eyþórsson (’28)
2-0 Arnór Breki Ásþórsson (’47)
3-0 Nikulás Val Gunnarsson (’48)
3-1 Kristófer Jacobson Reyes (’60)
4-1 Mathias Laursen (’67)
Grótta 3 – 0 Selfoss
1-0 Kjartan Kári Halldórsson (’15)
2-0 Óliver Dagur Thorlacius (’45)
3-0 Kjartan Kári Halldórsson (’77)
HK 4 – 0 KV
1-0 Atli Arnarson (‘7)
2-0 Ásgeir Marteinsson (’45)
3-0 Stefán Ingi Sigurðarson (’59)
4-0 Arnþór Ari Atlason (’64)