Liverpool er alls ekki mikið betra lið en Chelsea segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, en liðin mættust fjórum sinnum á síðustu leiktíð.
Liverpool vann til að mynda bæði úrslitaleik bikarsins og deildabikarsins gegn Chelsea en það var eftir framlengdan leik og svo vítaspyrnukeppni.
Chelsea er að styrkja sig verulega í þessum glugga og hefur nú þegar fengið Raheem Sterling frá Manchester City.
Klopp segir að það sé misskilningur að Chelsea sé mun verra lið en Liverpool þó að það stigamunurinn hafi verið mikill er deildinni lauk.
,,Við erum alls ekki það langt á undan þeim. Það er alltaf misskilið það útaf stigamuninum á síðustu leiktíð. Við spiluðum við Chelsea og ég veit ekki hversu mörg stig við fengum en við mættum þeim fjórum sinnum og unnum ekki einn leik,“ sagði Klopp.
,,Það er ekki því við áttum slæman dag, við vorum mjög góðir í þessum leikjum en í 90 mínútur í hvert skipti, fyrir vítaspyrnukeppnirnar, þá unnum við ekki svo Chelsea er ótrúlega sterkt lið.“