Serge Gnabry hefur verið orðaður við nokkur stórlið í sumar. Samkvæmt nýjustu fréttum er líklegasta niðurstaðan þó sú að hann verði áfram hjá Bayern Munchen.
Undanfarið hefur Gnabry til að mynda verið orðaður við Chelsea á Englandi.
Nú segir Kicker í Þýskalandi hins vegar frá því að bjartsýni sé hjá bæði Bayern og Gnabry á að leikmaðurinn framlengi samning sinn við þýska stórveldið.
Núgildandi samningur Gnabry rennur út næsta sumar og þarf Bayern því helst að semja við hann í sumar, eða þá selja hann, til að eiga ekki á hættu að missa leikmanninn frítt frá sér næsta sumar.
Gnabry lék á sínum yngri árum með Arsenal en fékk aldrei nægilega mörk tækifæri með aðalliðinu þar. Hann hélt til Werder Bremen og blómstraði þar. Ári síðar var hann keyptur til Bayern Munchen.