Jess Phillips, ráðherra ofbeldisvarna í dómsmálaráðuneyti Bretlands, gagnýnir félagið í ensku úrvalsdeildinni sem ætlar ekki að setja leikmann sem sakaður er um nokkur brot, þar á meðal nauðgun, gegn konum, í bann.
Maðurinn var handtekinn fyrr í þessum mánuði á heimi sínu í Barnet í Norður-Lundúnum, þaðan sem hann fór í gæsluvarðhald áður en hann var aftur handtekinn, grunaður um tvö brot til viðbótar.
Leikmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum af lagalegum ástæðum. Hann er hins vegar sagður lykilmaður í sínu félagsliði og á leið á heimsmeistaramótið í Katar með landsliði sínu síðar á þessu ári. Þá kemur fram að leikmaðurinn sé á þrítugsaldri.
Leikmanninum hefur verið sleppt gegn tryggingu þar til í ágúst til að byrja með.
Lögreglurannsókn fer nú fram en leikmaðurinn verður ekki í banni á meðan.
Phillips segir félagið setja mjög slæmt og beinlínis hættulegt fordæmi með þessari ákvörðun sinni. Hún vill breyta lögum þannig að félög geti ekki spilað leikmönnum sem eru lausir gegn tryggingu. „Við þurfum að setja á verndarlög sem stöðvar það að það sé ekki hægt að nýta sér þessa glufu í reglunum.“