Frakkland 2 – 1 Belgía
1-0 Kadidatou Diani(‘6)
1-1 Janice Cayman(’36)
2-1 Griedge Mbock Nka(’41)
Frakkland er komið áfram í 8-liða úrslit EM kvenna eftir sigur á Belgíu í annarri umferð riðlakeppninnar í kvöld.
Þessi lið leika með Íslandi í riðli en Ísland gerði fyrr í kvöld jafntefli við Ítalíu, 1-1.
Frakkar höfðu betur 2-1 í kvöld en liðið vann fyrsta leik sinn sannfærandi 5-1 gegn Ítölum.
Ísland er því í öðru sæti riðilsins með tvö stig fyrir lokaumferðina og eru Frakkar andstæðingar okkar í síðasta leik.
Með sigri í þeim leik fer Ísland áfram en ef við gerum jafntefli og annað hvort Ítalía eða Belgía sigra er liðið úr leik.