Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Ítalíu á EM í knattspyrnu hefur verið opinberað. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands gerir eina breytingu á liði sínu. Elísa Viðarsdóttir kemur inn í liðið fyrir Sif Atladótur og tekur sér stöðu í hægri bakverði.
Annars er lið Íslands óbreytt frá því í leiknum gegn Belgíu. Flautað verður til leiks á Manchester City Academy leikvanginum klukkan 16:00.
Byrjunarlið Íslands:
Sandra Sigurðardóttir (M)
Elísa Viðarsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Guðrún Arnardóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.