Ousmane Dembele verður áfram hjá Barcelona. Hann hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.
Samningur hans við félagið rann út fyrir um tveimur vikum og var hann sterklega orðaður við Chelsea á tímabili. Nú er hins vegar ljóst að hann fer ekki annað.
Dembele hefur verið á mála hjá Barcelona síðan 2017. Hann stóð lengi vel ekki undir væntingum en tók aðeins við sér á síðustu leiktíð.
Dembele er 25 ára gamall. Hann á að baki 27 A-landsleiki fyrir hönd Frakka.
2̵0̵2̵2̵
2024𝐍𝐎𝐖, 𝐘𝐄𝐒! pic.twitter.com/Exv7olDDwc
— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 14, 2022