Barcelona og Manchester United hafa náð samana um kaupverðið á Frenkie de Jong, miðjumanni fyrrnefnda félagsins. Fabrizio Romano segir frá.
Kaupverðið er um 75 milljónir evra og gæti það hækkað upp í 85 milljónir síðar meir.
Það á hins vegar enn eftir að sannfæra de Jong um að ganga í raðir Man Utd. Sjálfur vill hann helst vera áfram hjá Barcelona.
Félagið á hins vegar í miklum fjárhagsvandræðum og vill því selja hann.
De Jong hefur verið orðaður við Man Utd í allt sumar. Hann vann áður með Erik ten Hag, stjóra Man Utd, hjá Ajax.
Manchester United have reached full agreement with Barcelona for Frenkie de Jong, after further talks. Package worth €85m. Fee guaranteed around €75m plus add-ons. 🚨🇳🇱 #MUFC
Personal terms, still the issue to be resolved – as Frenkie’s priority is to stay at Barcelona. pic.twitter.com/aTYnV3cHkP
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2022