Frenkie de Jong hefur verið orðaður við Manchester United í allt sumar en hann spilar með Barcelona.
Talað hefur verið um að Börsungar vilji halda leikmanninum og kom það einnig fram í tilkynningu frá forseta félagsins.
Það hefur ekki stöðvað Man Utd frá því að reyna og reyna og er Chelsea nú talið horfa til leikmannsins.
The Athletic greinir nú frá því að Barcelona sé búið að segja De Jong að fara og ganga í raðir Man Utd.
Athletic er oftar en ekki með áreiðanlegar heimildir í þessum málum og virðist Barcelona vera búið að taka ákvörðun um að selja.
Það gæti tengst því að spænska félagið er að kaupa sóknarmanninn Rapinha frá Leeds á yfir 60 milljónir punda.