Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur gengið til liðs við sænska knattspyrnufélagið IFK Norrköping. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Arnór þekkir vel til hjá félaginu en hann var leikmaður þess á árunum 2017-2018 áður en hann gekk til liðs við CSKA Moskvu.
,,Það er gott að vera kominn heim,“ segir Arnór í viðtali sem birtist á heimasíðu Norrköping.
,,Félagið hefur verið að ganga í gegnum erfiða tíma og ég vil hjálpa því við að komast aftur á þann stað sem það á að vera á. Ég vil spila árangursríkan fótolta og gera það sem ég get til að hjálpa til.“
Välkommen hem till Norrköping 🇮🇸✍🏼
⚪️🔵#ifknorrköping pic.twitter.com/XhUOsvzjMk
— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 14, 2022