fbpx
Fimmtudagur 27.mars 2025
433Sport

Vandræði í paradís – Eiginkonan og börnin ætla ekki að flytja með Rooney

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 08:34

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru vandræði í hjónabandi Wayne og Coleen Rooney eftir að hann skellti sér til Bandaríkjanna, þar sem hann er í viðræðum um að taka við liði DC United í MLS-deildinni.

Coleen varð eftir með börn þeirra á Englandi á meðan Wayne fór til Washington.

Wayne spilaði með DC United þegar hann var einn leikmaður frá 2018-2020. Það er ekkert leyndarmál að fjölskyldunni leið ekki mjög vel í bandarísku höfuðborginni. Var Coleen til að mynda með mikla heimþrá.

Heimildamaður breska götublaðsins The Sun segir að Coleen hafi tjáð Wayne að hún muni ekki fara með honum til Bandaríkjanna. Hún vilji þó ekki koma í veg fyrir að hann taki að sér starfið hjá DC United.

Þá segir þessi sami heimildamaður að börn Wayne geti ekki hugsað sér að fara aftur í skóla í Bandaríkjunum. Þau verði því eftir á Englandi hjá móður sinni, taki Wayne starfinu hjá DC.

Rooney hætti sem stjóri Derby á dögunum. Félagið er í miklum fjárhagserfiðleikum.

DC er í vandræðum í Austurhluta MLS-deildarinnar og er í næstneðsta sæti. Hernan Losada var rekinn sem stjóri liðsins í apríl og tók Chad Ashton þá við til bráðabirgða.

Rooney er auðvitað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United, þar sem hann er algjör goðsögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Baunar á leikmann Manchester United – ,,Verður aldrei næsti Ronaldo“

Baunar á leikmann Manchester United – ,,Verður aldrei næsti Ronaldo“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hinn afar efnilegi leikmaður gæti endað í úrvalsdeildinni

Hinn afar efnilegi leikmaður gæti endað í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brenna treyjur sínar – Myndband

Stuðningsmenn Liverpool brenna treyjur sínar – Myndband
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki ljóst hvort Liverpool kaupi mann í stað Trent

Ekki ljóst hvort Liverpool kaupi mann í stað Trent
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Úrslitastund á Kópavogsvelli

Úrslitastund á Kópavogsvelli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Greenwood fær aðeins nokkrar vikur til að bjarga málunum

Greenwood fær aðeins nokkrar vikur til að bjarga málunum
433Sport
Í gær

Harðorður Heiðar Austmann botnar ekkert í umræðunni – „Æj fuck off“

Harðorður Heiðar Austmann botnar ekkert í umræðunni – „Æj fuck off“
433Sport
Í gær

Opnaði vínflösku vinar síns sem kostaði 1,4 milljónir – ,,Ég trúði ekki mínum eigin augum“

Opnaði vínflösku vinar síns sem kostaði 1,4 milljónir – ,,Ég trúði ekki mínum eigin augum“
433Sport
Í gær

Mourinho baunaði á 19 ára strák – ,,Kom mér í smá uppnám“

Mourinho baunaði á 19 ára strák – ,,Kom mér í smá uppnám“
433Sport
Í gær

Galinn munur á launahæsta leikmanninum og þeim fimmta launahæsta

Galinn munur á launahæsta leikmanninum og þeim fimmta launahæsta