Það eru vandræði í hjónabandi Wayne og Coleen Rooney eftir að hann skellti sér til Bandaríkjanna, þar sem hann er í viðræðum um að taka við liði DC United í MLS-deildinni.
Coleen varð eftir með börn þeirra á Englandi á meðan Wayne fór til Washington.
Wayne spilaði með DC United þegar hann var einn leikmaður frá 2018-2020. Það er ekkert leyndarmál að fjölskyldunni leið ekki mjög vel í bandarísku höfuðborginni. Var Coleen til að mynda með mikla heimþrá.
Heimildamaður breska götublaðsins The Sun segir að Coleen hafi tjáð Wayne að hún muni ekki fara með honum til Bandaríkjanna. Hún vilji þó ekki koma í veg fyrir að hann taki að sér starfið hjá DC United.
Þá segir þessi sami heimildamaður að börn Wayne geti ekki hugsað sér að fara aftur í skóla í Bandaríkjunum. Þau verði því eftir á Englandi hjá móður sinni, taki Wayne starfinu hjá DC.
Rooney hætti sem stjóri Derby á dögunum. Félagið er í miklum fjárhagserfiðleikum.
DC er í vandræðum í Austurhluta MLS-deildarinnar og er í næstneðsta sæti. Hernan Losada var rekinn sem stjóri liðsins í apríl og tók Chad Ashton þá við til bráðabirgða.
Rooney er auðvitað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United, þar sem hann er algjör goðsögn.