Breska götublaðið The Sun hefur tekið lista yfir þær kærustu og eiginkonur leikmanna í ensku úrvalsdeildinni eru vinsælastar á Instagram.
Þar er Georgina Rodriguez, kærasta Cristiano Ronaldo á toppnum. Hún er einnig raunveruleikastjarna með eigin þætti á Netflix. Alls er Georgina með 38,9 milljónir fylgjenda.
Þar á eftir kemur Perrie Edwards, kærasta Alex-Oxlade Chamberlain. Hún er með 15,4 milljónir fylgjenda.
Í þriðja sæti er Alisha Lehmann, kærasta Douglas Luiz. Hún er með 7,7 milljónir fylgjenda. Lehmann er sjálf virkilega öflug fótboltakona og í raun mun vinsælli á samfélagsmiðlum en kærastinn.
Alls eru 20 konur á listanum. Hann má sjá hér að neðan.