Það er bull að Gareth Bale leggi skóna á hilluna eftir HM í Katar eftir að hafa krotað undir samning við LAFC í Bandaríkjunum.
Það hefur lengi verið talað um að Bale hafi aðeins skrifað undir hjá LAFC til að halda sér í standi fyrir HM þar sem hann spilar með landsliði Wales.
Bale yfirgaf Real Madrid í sumar til að semja við LAFC en hann stefnir að því að spila á EM 2024.
Bale er enn aðeins 32 ára gamall og er það ekki í kortunum að stoppa stutt í Bandaríkjunum.
,,Ég er ekki kominn hingað í sex til 12 mánuði. Ég kom hingað til að vera eins lengi og hægt er,“ sagði Bale.
,,Ég vil setja mitt mark á þessa deild, þetta er ekki stutt stopp. Þetta gefur mér tækifæri á að komast á næsta EM, jafnvel meira.“