Luis Suarez hefur staðfest það að hann sé sterklega að íhuga það að fara í bandarísku MLS-deildina.
Suarez er án félags þessa stundina og þarf að finna sér félag svo hann verði í standi er HM í Katar fer fram í lok árs. Suarez er hluti af úrúgvæska landsliðinu.
Suarez er 35 ára gamall en hann lék með Atletico Madrid á síðustu leiktíð og fyrir það með Barcelona og Liverpool.
,,Málið er að sumir möguleikar opnast í janúar og ég þarf að skoða allt saman,“ sagði Suarez við Radio Sport.
,,Markaðurinn í MLS deildinni er mjög flókinn, sum félög vilja fá þig en eru ekki með pláss og það þyrfti því að gerast í janúar. Önnur félög vilja þig núan en þurfa að sjá hvort þau geti komist í umspilið.“
,,Ég loka ekki á neinar dyr, ég hef hlustað á öll tilboð. Ef sum MLS lið komast ekki í umspilið þá er tímabilið búið í október og það hentar mér ekki því þá er ég hættur mánuði fyrir HM, það væri ekki gott.“