Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur orðið fyrir áfalli þar sem liðið er nú statt á EM á Englandi. Vivianne Miedema, stjörnuleikmaður liðsins og markahrókur hefur greinst smituð af Covid-19.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá hollenska knattspyrnusambandinu. Miedama mun því að minnsta kosti missa af næsta leik Hollands sem er annað kvöld gegn Portúgal.
,,Miedema hefur greinst smituð af Covid-19 og mun því þurfa að vera í einangrun næstu daga. Þegar að hún er orðin einkennalaus og greinist neikvæð getur hún komið aftur til móts við liðið,“ segir í tilkynningu frá hollenska knattspyrnusambandinu.
Hollendingar gerðu 1-1 jafntefli við Svía í fyrsta leik sínum, mæta Portúgal á morgun og Sviss í lokaleik sínum í riðlakeppninni á sunnudaginn.
Vivianne Miedema is helaas positief getest op COVID-19 en gaat daarom de komende dagen in isolatie. Wanneer zij geen symptomen meer heeft en negatief test, kan zij weer aansluiten bij de selectie. pic.twitter.com/6on9g4ZfU1
— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) July 12, 2022