West Ham bauð hærri upphæð í miðjumanninn Kalvin Phillips en stórlið Manchester City gerði í sumar.
Þetta segir David Moyes, stjóri West Ham, en Phillips var staðfestur sem nýr leikmaður Man City fyrr í mánuðinum.
West Ham hafði áður verið orðað við leikmanninn sem spilaði með Leeds en hann kostaði Man City 45 milljónir punda.
,,Við buðum hærri upphæð í hann,“ sagði Moyes í samtali við the Daily Mail.
,,Við erum að reyna að keppa við stóru liðin. Ef við getum það ekki þá þurfum við að finna aðra lausn.“
Phillips var einn allra besti leikmaður Leeds og er einnig landsliðsmaður Englands.