Robert Lewandowski mætti til starfa hjá Bayern Munchen í dag. Hann vill fara frá félaginu.
Sjálfur vill leikmaðurinn komast til Barcelona. Hann hefur verið orðaður við félagið í allt sumar.
Lewandowski er kominn í stríð við Bayern og þarf helst að komast í burtu í sumar, en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við þýska stórveldið.
Pólverjinn hefur verið hjá Bayern í átta ár og raðað inn mörkum fyrir félagið. Það er hins vegar útlit fyrir að viðskilnaður hans við Bayern verði ljótur.
Hier fährt @lewy_official zum Herz- und Lungentest am Krankenhaus der Barmherzigen Brüder vor. Kein Trainingsstreik wie angekündigt @SkySportsNews @SkySportDE pic.twitter.com/cG5clLW8KG
— Torben Hoffmann (@Sky_Torben) July 12, 2022