Enska knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska MLS liðsins DC United. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Þetta er í annað skipti sem Rooney gengur til liðs við félagið en hann var leikmaður þess á árinu 2018-2019. Hann spilaði 48 leiki fyrir félagið á sínum tíma, skoraði 23 mörk og gaf 15 stoðsendingar.
Rooney var síðast knattspyrnustjóri Derby County, hann hætti störfum þar fyrir fáeinum vikum síðan.
,,Rooney er knattspyrnugoðsögn og einn mest spennandi þjálfari í íþróttinni þessa stundina. Hann hefur þegar sannað sig á stuttum stjóraferli sínum og hefur einnig tekist á við mótlæti með liði sínu,“ segir í tilkynningu DC United.
Ruthless competitor. Fearless leader.
Wayne is ready to take the helm in D.C. 👊#DCU || @WayneRooney pic.twitter.com/6rMbLVgWQd
— D.C. United (@dcunited) July 12, 2022