Mesut Özil er í viðræðum við Fenerbahce um að rifta samningi sínum við tyrknenska félagið.
Goal.com staðfestir þessar fréttir í dag en Özil hafði áður sagt að það væri hans vilji að enda ferilinn hjá félaginu.
Özil er 33 ára gamall og koma þessar fréttir á óvart en hann er launahæsti leikmaður liðsins eftir að hafa komið frá Arsenal.
Özil gekk í raðir Fenerbahce frá Arsenal í janúar 2021 en hefur ekki staðist væntingar og aðeins spilað 36 leiki.
Özil og Ismail Kartal, stjóri Fenerbahce, ná ekki vel saman og er það stór ástæða fyrir því að samningnum verði líklega rift. Hann spilaði ekkert síðustu fjóra mánuði síðasta tímabils.
Samningur Þjóðverjans rennur ekki út fyrr en árið 2024 en lið í Bandaríkjunum eru nú að skoða það að fá hann í sínar raðir.