Nani, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur skrifað undir tveggja ára samning í áströlsku deildinni.
Nani er kominn á seinni ár ferilsins en hann er 35 ára gamall í dag og lék síðast með Venezia.
Nani spilaði 10 leiki með Venezia á síðustu leiktíð er liðið féll úr efstu deild og leitaði því annað.
Portúgalinn hefur verið á smá flakki undanfarin ár og hefur leikið með Fenerbahce, Valencia, Lazio, Sporting, Orlando City, Venezia og nú Melbourne City síðustu sex ár.
Nani er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Man Utd frá 2007 til 2015 og lék einnig 112 landsleiki með Portúgal frá 2006 til 20017.