Glæpagengið sem sakað er um að hafa brotist inn í hús þar sem Marco Verratti, leikmaður Paris Saint-Germain, eyddi sumarfríi sínu í á Ibiza er sagt hafa ætlað að ræna Lionel Messi, liðsfélaga Verratti, og Rafael Nadal, tenniskappa, þar á eftir.
Hópurinn stal hlutum sem eru samtals metnir á yfir 400 milljónir króna af Verratti.
Glæpamennirnir tóku peninga, skartgripi og úr sem saman eru metin á þá upphæð sem nefnd var hér ofar.
Blöð á Spáni segja að fyrrum brasilíska stórastjarnan Ronaldo sé eigandi hússins.
Spænska lögreglan hefur alls handtekið sjö manns í tengslum við innbrotið til Verratti.