Víkingur Reykjavík tekur á móti sænsku meisturunum í Malmö í seinni leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á Víkingsvelli í kvöld. Víkingar eru 3-2 undir í einvíginu en það er enn allt opið og búast má við góðri skemmtun.
Ingvar Jónsson stendur í markinu hjá Víkingum í fyrsta skipti eftir að hafa meiðst í landsliðsverkefni með íslenska landsliðinu fyrir nokkrum vikum.
Fyrir framan hann í fjögurra manna varnarlínu má finna Karl Friðleif Gunnarsson, Oliver Ekroth, Haldór Smára Sigurðsson og Loga Tómasson.
Á miðsvæðinu eru þeir Erlingur Agnarsson, Pablo Punyed, Júlíus Magnússon og Viktor Örlygur Andrason
Í fremstu víglínu eru þeir Nikolaj Hansen og Helgi Guðjónsson.
Leikurinn hefst klukkan 19:30