fbpx
Fimmtudagur 27.mars 2025
433Sport

Hart sótt að Milosi sem svaraði fyrir sig á blaðamannafundi í Víkinni – ,,Finnur þú fyrir pressu í þínu starfi?“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 22:18

Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milos Milojevic, þjálfari Malmö var að vonum sáttur með að komast áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 3-3 jafntefli gegn Víkingi Reykjavík í kvöld en það mátti skynja á sænskum blaðamönnum á fundinum að þeir voru ekki sannfærðir eftir frammistöðu Malmö í einvíginu.

Víkingur Reykjavík og Malmö gerðu í kvöld 3-3 jafntefli á Víkingsvelli í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Úrslitin kvöldsins þýða að Malmö vinnur einvígi liðanna 6-5 samanlagt og eru því komnir áfram í næstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

,,Hvað er málið með varnarleikinn?“ spurði einn af sænsku blaðamönnunum þar sem Milos sat fyrir svörum á blaðamannafundinum og bætti við að Malmö væri búið að fá á sig mörg mörk undanfarið.

,,Ég tel Víkinga hafa mikil gæði í sóknarleik sínum,“ svaraði Milos. ,,Þeir spila árangursríkan bolta, trúa á sitt upplegg. Þeir voru mjög sterkir á síðasta þriðjungi vallarins í kvöld. Í Malmö áttu þeir tvö skot að marki sem enduðu með tveimur mörkum.

,,Ég hef verið hinum megin við línuna þegar að ég var hjá Hammarby og spilaði á móti fyrirfram sterkari liðum. Tilhneigingin getur verið sú að hægt sé að klára verkefnið með annarri hendi en það er ekki þannig. Ef maður ber ekki 100% virðingu fyrir andstæðingnum mun maður fá það í bakið.“

Finnur þú fyrir pressu í þínu starfi?

Hann var þá spurður út í stöðu Malmö undir hans stjórn. Malmö situr í 5. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki litið sannfærandi út. Þá hefur Milos fengið mikla gagnrýni á sig. Hann fékk eftirfarandi spurningu:

Þið eruð í fimmta sæti í sænsku úrvalsdeildinni og þið vinnið einvígið gegn Víkingi með einu marki þrátt fyrir að vera manni fleiri góðan hluta einvígisins. Finnurðu fyrir pressunni frá stuðningsmönnum félagsins og hvernig horfir þú á stöðu þína hjá félaginu?

,,Finnur þú fyrir pressu í þínu starfi,“ svaraði Milos blaðamanninum sem játaði að finna stundum fyrir pressu. Þá sagði Milos sér líða vel með stöðu sína hjá Malmö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Völdu besta lið sögunnar – Mörg þekkt nöfn á blaði

Völdu besta lið sögunnar – Mörg þekkt nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tap hjá íslensku liðunum

Tap hjá íslensku liðunum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Reyna að fæla frá Sádana

Reyna að fæla frá Sádana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mourinho vill sækja hann til Manchester

Mourinho vill sækja hann til Manchester
433Sport
Í gær

Fær lítið að spila en ákvað að kaupa sér hús í borginni – ,,Ég er svo viss um að ég muni ná árangri“

Fær lítið að spila en ákvað að kaupa sér hús í borginni – ,,Ég er svo viss um að ég muni ná árangri“
433Sport
Í gær

‘Kynþokkafyllsta konan’ vekur athygli í nýrri vinnu – Vakti heimsathygli fyrir útlitið

‘Kynþokkafyllsta konan’ vekur athygli í nýrri vinnu – Vakti heimsathygli fyrir útlitið