Guðmundur Þórarinsson er á leið í læknisskoðun hjá liði sem leikur í einni af tíu bestu deildum Evrópu og er í Evrópukeppni. Þetta kemur fram í Þungavigtinni.
Guðmundur yfirgaf herbúðir New York City um áramótin, eftir að hafa orðið MLS-meistari með félaginu.
Í kjölfarið fór hann til Álaborgar í Danmörku en gerði aðeins stuttan samning. Hann er nú samningslaus.
Guðmundur á að baki tólf leiki fyrir íslenska A-landsliðið.
„Þetta á að gerast áður en vikan klárast, ef þetta smellur. Ég er líklega á leið í erfiða læknisskoðun,“ segir Guðmundur um næsta skref.
Hann segir liðið sem hann er á leið til spennandi. „Fótboltalega er þetta mjög spennandi, þetta er Evrópukeppni, fín deild, utan Skandinavíu,“ segir Guðmundur Þórarinsson við Þungavigtina.