Rodri hefur gert nýjan samning við Manchester City. Félagið staðfestir þetta.
Nýr samningur Rodri gildir til 2027. Miðjumaðurinn hefur verið á mála hjá Man City síðan 2019.
Þessi 26 ára gamli miðjumaður er gríðarlega mikilvægur fyrir Englandsmeistarana. Hann spilar flest alla leiki á miðju liðsins þrátt fyrir að Pep Guardiola, stjóri City, eigi það til að hrófla mikið við sínu byrjunarliði.
2️⃣0️⃣2️⃣7️⃣#ManCity pic.twitter.com/Zv5QzyN79t
— Manchester City (@ManCity) July 12, 2022