Þýskaland 2 – 0 Spánn
1-0 Klara Büh
2-0 Alexandra Popp
Þýskaland vann stórleikinn á EM kvenna í kvöld er liðið spilaði við Spán í B riðli.
Fyrr í kvöld áttust Danir og Finnar við en þar hafði Danmörk betur 1-0 og með úrslitum kvöldsins er Finnland úr leik.
Klara Buh og Alexandra Popp gerðu mörk Þýskalands í kvöld er liðið vann 2-0 sigur gegn sterku liði Spánar.
Spánn var mun meira með boltann í þessum leik og átti fleiri marktilraunir en það dugði ekki til.