Danmörk 1 – 0 Finnland
1-0 Pernille Harder(’72)
Danmörk vann sinn fyrsta sigur á EM kvenna í dag er liðið spilaði við Finnland í B-riðli.
Danir höfðu tapað fyrsta leik sínum illa gegn Þýskalandi á meðan Finnar töpuðu gegn Spánverjum.
Hin öfluga Pernille Harder skoraði eina markið fyrir Dani og á liðið nú enn fínan möguleika á að komast í útsláttarkeppnina.
Þýskaland og Spánn eru þó talin líklegri en þau lið eigast við þessa stundina og er staðan 2-0 fyrir Þjóðverjum.