Chelsea og Napoli er nálægt því að ná saman um varnarmanninn Kalidou Koulibaly sem spilar með síðarnefnda félaginu.
Þá kemur einnig fram að Chelsea sé nálægt því að semja við leikmanninn sjálfan.
Hinn 31 árs gamli Koulibaly hefur verið orðaður frá Napoli í mörg ár. Gæti það nú loks orðið að veruleika.
Talið er að Chelsea borgi um 40 milljónir evra fyrir Senegalann.
Chelsea er í leit að miðvörðum eftir að Andreas Christensen og Antonio Rudiger yfirgáfu félagið fyrir Barcelona og Real Madrid.
Nathan Ake hjá Manchester City hefur einnig verið sterklega orðaður við félagið.
🚨 Chelsea close to agreements on fee + personal terms to sign Kalidou Koulibaly. Not done & Napoli often tricky but talks moving towards ~€40m deal + long-term contract for 31yo. Likes of Kimpembe, Kounde, Ake remain in mix @TheAthleticUK #CFC #SSCNapoli https://t.co/Izox1JeuN5
— David Ornstein (@David_Ornstein) July 12, 2022