Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, vinnur hörðum höndum að því að sannfæra Cristiano Ronaldo að vera áfram hjá félaginu. The Times segir frá.
Ronaldo er sagður vilja burt frá Man Utd, aðeins ári eftir að hann sneri aftur til félagsins eftir tólf ára fjarveru.
Man Utd olli vonbrigðum á síðasta tímabili, hafnaði í sjötta sæti og verður ekki með í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Sjálfur átti Ronaldo hins vegar fínt tímabil og vill spila á hærra stigi.
Þrátt fyrir þetta telja æðstu menn hjá Man Utd að það sé hægt að sannfæra hann.
Ronaldo hefur til að mynda verið orðaður við Chelsea, Bayern Munchen og Napoli. Öll þessi lið leika í Meistaradeildinni á komandi leiktíð.
Erik ten Hag, stjóri Man Utd, hefur sagt að Ronaldo sé ekki til sölu.