Arsenal er að íhuga að bjóða í Lucas Paqueta, miðjumann Lyon. Mirror segir frá.
Norður-Lundúnafélagið er í leit að miðjumanni og gæti Paqueta verið lausnin.
Lyon er þó sagt vilja 67 milljónir punda fyrir Brasilíumanninn. Ljóst er að það verð þyrfti að lækka svo Arsenal myndi kaupa hann.
Paqueta á þrjú ár eftir af samningi sínum við Lyon og liggur franska félaginu því ekkert á að selja hann.
Miðjumaðurinn skoraði ellefu mörk og lagði upp sjö í 43 leikjum með Lyon á síðustu leiktíð.
Paqueta á þá að baki 33 leiki fyrir brasilíska A-landsliðið.
Fyrir hjá Arsenal eru Brasilíumennirnir Gabriel Jesus, Gabriel, Gabriel Martinelli og Marquinhos.