Jack Wilshere er mættur til Arsenal á ný og hefur tekið að sér starf hjá unglingaliði félagsins.
Wilshere er nýr þjálfari U18 liðs Arsenal en hann hefur lagt skóna á hilluna aðeins þrítugur að aldri.
Wilshere er uppalinn hjá Arsenal og lék lengi með liðinu þar sem meiðsli settu stór strik í reikninginn.
Englendingurinn var síðast á mála hjá AGF í Danmörku en spilaði þar í aðeins nokrka mánuði.
Wilshere á að baki tæplega 200 leiki fyrir Arsenal og æfir reglulega með liðinu.